Information  X 
Enter a valid email address

Straumur - Burdaras hf (0G5K)

  Print      Mail a friend

Tuesday 03 March, 2009

Straumur - Burdaras hf

Samkomulag milli Landsbanka Íslands hf. og Str...

3. mars 2009

Landsbanki Íslands hf. (Landsbankinn) og Straumur-Burðarás
fjárfestingabanki hf. (Straumur) hafa gengið frá samkomulagi um
uppgjör krafna í milli bankanna þ.m.t. kröfum vegna
peningamarkaðslína, lána, afleiðustaða, skuldabréfa og ábyrgða.

Uppgjörið felur sér í skuldajöfnun og yfirfærslur eigna frá Straumi
til Landsbankans. Samningurinn hefur ekki efnisleg áhrif á
rekstrarreikning Straums og engin áhrif á lausafjárstöðu bankans.
Hins vegar minnka heildareignir Straums um u.þ.b. 200 milljónir Evra
og hækkar eiginfjárhlutfall (CAD) um tæp 2%. Samningur þessi er í
samræmi við stefnu Straums um að draga úr stærð efnahagsreiknings
bankans og heildaráhættu í rekstri.

Nánari upplýsingar veitir:
Georg Andersen
Forstöðumaður Samskiptasviðs
T: +354 585 6707
georg@straumur.com


This announcement was originally distributed by Hugin. The issuer is 
solely responsible for the content of this announcement.